Um okkur

ProContent þjónar jafnt einstaklingum og fyrirtækjum á sviði stafrænna markaðslausna. Hjá okkur starfar teymi sem hefur áratuga reynslu í sjónvarpsþáttagerð hérlendis og erlendis, sem snýr m.a. að leikstjórn, handritagerð, myndatöku, klippingu, hljóðvinnslu, ráðgjöf og skipulagningu verkefna í stóru og smáu.

Við bjóðum upp á vinnslu við verkefni af ýmsu tagi. Undanfarin ár hafa starfsmenn okkar jöfnum höndum sinnt auglýsingagerð fyrir samfélagsmiðla sem og upptökum á fundum, viðtölum og ráðstefnum og streymi frá viðburðum á netinu.

Hjá ProContent er áhersla lögð á góðan undirbúning verkefna og ráðgjöf sem hentar hverjum viðskiptavini. Við höfum metnað til þess að gera vel á öllum stigum framleiðslunnar og leggjum ríka áherslu og vönduð vinnubrögð.